Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hjördís um Lenyu Rún: „Sorglegt að hún eigi svona erfitt með að virða íslenska menningu og trú“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjördís B. Ásgeirsdóttir skrifar færslu í Facebook-hópinn Stjórnmálaspjallið þar sem hún segir að „sorglegt að hún eigi svona erfitt með að virða íslenska menningu og trú,“ og vísar í grein sem birtist hér á Mannlífi og varðar hina alíslensku Lenyu Rún, nýbakaðan þingmann okkar Íslendinga.

Lenya Rún Taha Karim er fædd og uppalin hér á landi; gekk í Salaskóla, MS, og stundaði nám við Háskóla Íslands. Lenya Rún er fædd árið 1999 og hún hefur greint frá því að hún hafi orðið rasisma í heimalandi sínu, Íslandi, af þeirri ástæðu einni að hún er brún á hörund. Foreldrar Lenyu Rúnar eru frá Kúrdistan, en hún fæddist hér eftir að foreldrarnir fluttust til Íslands.

Ef skrif Hjördísar eru skoðuð nánar virðist sem Hjördís telji Leny Rún ekki sannan Íslending, þó ekki skuli það fullyrt hér, og í raun krakka; talar um hana sem „fullorðna“ í gæsalöppum; einnig notar hún innan gæsalappir um orðið „öðruvísi“ um Lenyu Rún.

Mögulega er hér misskilningur og/eða mistúlkun á orðum Hjördísar, en dæmi nú hver fyrir sig, enda staðreynd að sitt sýnist hverjum:

„Hún (Lenya Rún) líkast til áttar sig ekki á því ef hún fer á þingpallana þá verður hún að lúta að íslenskum kristnum gildum samkvæmt lögum. Það að byrja á því að tala niður um íslenska menningu og trú, kann ekki góðri lukku að stýra. Hún sem „fullorðinn“ einstaklingur ætti að vita betur í dag.“

Bætir við:

- Auglýsing -

„Tímarnir eru ekki þeir sömu og þegar hún var krakki og upplifði sig „öðruvísi“ á þeim tíma.

Fræðsla annarra trúarbragða er miklu meiri og opnari en þau voru þá. Foreldrar hennar hefðu átt að útskýra fyrir henni og fræða hana um íslenska menningu og trú á þeim tíma. Þá hefði hún líkast til getað upplifað þetta á annan hátt.“

Hjördís vill meina að „ábyrgðin liggur alltaf fyrst og fremst hjá foreldrunum, að fræða barnið sitt svo það eigi auðveldara með að aðlagast.

- Auglýsing -

Það að sýna virðingu, tillitsemi og skilning fyrir íslenskri menningu og trú er nauðsynlegt þar sem hún býr á Íslandi.

Ég veit ekki betur en að það sé kennd trúarbragðafræði í öllum skólum landsins í dag og verið gert í nokkuð mörg ár. Börnum kennt að sýna skilning og bera virðingu gagnvart trúarbrögðum annarra svo fremur sem þau trúarbrögð brjóti ekki á réttindum fólks með þvingunum, ofbeldi, né valdi einhverskonar mismunun hér á landi eða stangast á við lög í landinu,“ og nefnir að „við þurfum alltaf að aðlaga okkur að þeirri menningu og taka tillit til þeirra trúar sem ríkir í því landi sem við flytjum til.“

Einnig:

„Sú þjóð á ekki að aðlaga sig að menningu frá því landi þess einstaklings sem flytur til landsins. Það myndi grafa undan lögum og rótum þjóðarinnar með tímanum, sem myndi enda sem lögleysa, valda óöryggi og óróa þar sem búið væri að grafa undan menningu þess sem yrði einskins manns land. Land án sögu án íslenskrar menningar o.fl.“

Hjördís endar færslu sína með þessum orðum:

„Við eigum ekki að eiðileggja íslenska menningu aðeins til þess að reyna þóknast menningu annarra þjóða. Við getum tekið tillit til þeirra og veitt ákveðið svigrúm án þess að ógna eða eiða út íslenskri menningu og trú. Við eigum okkar sérstöðu og eigum að bera virðingu fyrir henni sem íslendingar.“

Eins og áður hefur komið fram að Lenya Rún borinn og barnfædd á Íslandi, og um það verður ekki deilt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -