Óhætt er að fullyrða að Fanney Rós Magnúsdóttir hafi náð mögnuðum árangri í slag sínum við aukakílóin; það gerði hún með því að breyta um lífsstíl á undanförnum árum.
Árangurinn er ótrúlegur. Fanney Rós er 50 kílóum léttari, og segir hún að hugarfarsbreyting hafi verið aðalástæðan:
„Ég var 120 kíló og leið ekki vel. Sem kannski gefur augaleið þegar þú ert svona rosalega þungur,“ og bætir þessu við:
„Ég ákvað bara að mér liði illa – markmiðið var aldrei að léttast „per se“. Ég var aldrei: Nú kem ég mér í form. Það var aldrei markmiðið. Ég var orðin svo hvöss og lét það oft bitna á fólkinu mínu sem mér þykir svo ótrúlega vænt um. Ég var búin að mynda skjöld því að mér leið náttúrlega ekki vel. Það var öllum öðrum að kenna og ég talaði rosalega niðrandi til mín.“
Í framhaldinu fór Fanney Rós að auka hreyfingingar og æfingar smáma samam; hreyfa sig á eigin hraða; bæta svefn og laga mataræði. Lykilatriði hvað þetta varðaði segur hún hafa verið að hún hætti að borða eftir klukkan átta á kvöldin, og heldur sig enn stíft við þá reglu:
„Ég fæ mér ís og leyfi mér helling; en borða tvo skammta af ávöxtum og tvo skammta af grænmeti og þrjá vatnsbrúsa og hætti að borða eftir klukkan átta. Þegar þú borðar mikið eftir klukkan átta hefur það áhrif á svefninn. Sem þýðir að þú sefur verr. Sem þýðir að þú vaknar þreyttur og langar þá meira í eitthvað óhollt.“
Hér má sjá leiðbeiningar og/eða leiðarvísi Fanneyjar í átt að léttara lífi:
Regla 1 – Ég hreyfi mig 4-5x í viku
Regla 2 – Ég fasta til hádegis
Regla 3 – Ég drekk 3 flöskur af vatni á dag
Regla 4 – Ég borða tvo skammta af grænmeti og tvo skammta af ávöxtum á dag Regla 5 – Ég borða ekki eftir klukkan 20:00
Regla 6 – MIKILVÆGASTA reglan. Tala FALLEGA til mín! Alltaf!
Heimild: Ísland vaknar