Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðargreiningar (ÍE) hefur loks borist svarbréf frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, en hann skrifaði ríkisstjórninni opið bréf í desember síðastliðunum.
Í bréfinu óskaði Kári eftir stuðningi vegna ákvörðunar Persónuverndar.
Fyrir nokkru sagði Persónuvernd að ÍE og Landspítalann hefðu brotið lög með mótefnamælingum með blóðsýnatöku úr Covid-19 sjúklingum.
Segir Katrín í svari sínu að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem starfi á grundvalli laga. Segir hún að hendur sínar séu bundnar varðandi afstöðu til einstakra úrlausna. Bæti hún því við að komi fram ábendingar um úrbætur í löggjöfinni muni ríkisstjórnin að sjálfsögðu taka þær til skoðunar.
„Það sé hlutverk dómstóla að leggja mat á réttmæti einstakra úrlausna og hvort stofnanir fari út fyrir verksvið sitt. Ríkisstjórnin treysti því að Persónuvernd líkt og önnur stjórnvöld séu í góðri trú að vinna eftir lögum með almannaheill og meðalhóf að leiðarljósi,“ segir einnig í bréfi Katrínar.
Þá segir aukreitis í bréfinu að framlag ÍE til baráttunnar gegn faraldrinum verði seint fullþakkað. „Aðkoma fyrirtækisins hafi skipt sköpum.“
Í samtali við Fréttablaðið segir Kári bréfið innihaldslaust.
„Það var innihaldslaust bréf og í því var enginn stuðningur,“ segir Kári Stefánsson.