Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Anna vill lána orðuna en Jón Viðar segir það bannað: „Svo má ekki heldur fara með hana í gröfina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Þrúður Þor­kels­dóttir var á árið 2000 sæmd riddara­krossi fálka­orðunnarsegir fyrir störf sín að mann­úðar­málum sem for­maður Rauða krossins.

Hún lét til sín taka á líflegri Face­book­-síðu ­Jakobs Bjarnars Grétars­sonar blaða­manns, í færslu sem snerist um grundvöll orðuveitinga hér á landi; fjörug um­ræða.

Anna Þrúður segir í léttum dúr að „ég undir­rituð er svo bráð­heppin að hafa verið sæmd fálka­orðunni fyrir rúmum 20 árum fyrir ó­launuð störf í þágu lítil­magna. Orðan er lítið notuð hjá mér og get því lánað ein­hverjum sem öfundast af henni.“

Og bætir við:

„Ég er bara þakk­lát fyrir að lítil­fjör­leg kerling hafi hlotið þessa orðu,“

- Auglýsing -

Þá kemur stormandi inn á sviðið sjálfur leik­listar­gagn­rýnandi Íslands, Jón Viðar Jóns­son, og bendir Önnu Þrúði á að mögulega gæti slík lánveiting haft sínar afleiðingar í för með sér, og ekkert í léttum dúr né moll:

„Það varðar örugg­lega við lög að lána öðrum orðuna. Þú þarft að kynna þér það vel áður en þú leggur út í slíka góð­gerðar­starf­semi. Svo má ekki heldur fara með hana í gröfina, heldur ber að skila henni þegar orðu­hafi hefur kvatt þetta jarð­neska líf og haldið þangað sem ekki fer sögum af orðu­veitingum.“

Anna Þrúður þakkar Jóni Viðari fyrir sitt innlegg:

- Auglýsing -

„Gott að vita Jón Viðar, vissi þetta svo sem.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -