Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Reyna að hafa fé af grunlausu fólki í nafni Guðna og Elizu: „Okkur er kunnugt um þessa síðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur í grein á Kjarnanum að svikapóstur í nafni forseta Íslands hafi verið í drefingu síðan fyrir jól.

Einnig að hér virðist um að ræða eins konar stafrófshappadrætti: Þar sem Guðni forseti segist hafa valið tvö hundruð manns af handahófi; fer það eftir upphafsstaf hversu háa upphæð viðkomandi fær, allt frá 50 til 90 þúsund íslenskum krónum.

Ljósmynd af forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, fylgir með færslunni, einnig myndir af árituðum umslögum og peningaseðlum.

Una Sighvatsdóttir er sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, og hún segir svikasíður af þessu tagi skjóta upp kollinum af og til:

„Okkur er kunnugt um þessa tilteknu síðu og var lögreglu gert viðvart um hana fyrir jól,“ segir hún og bætir við að þetta sé alls ekki fyrsta dæmið þar sem settar eru upp síður á samfélagsmiðlum í nafni forsetans; allar hafa svikasíðurnar verið tilkynntar til lögreglu segir Una.

- Auglýsing -

Svikahópurinn þar sem nýjasti svikapósturinn birtist, gengur undir heitinu „Stéttabaráttan.“

Sá hópur hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið tilkynntur til lögregluyfirvalda:

„Því miður án árangurs enn sem komið er,“ segir Una, en téður hópur er með fáa fylgjendur og færslurnar fá oftast lítil sem engin viðbrögð, en því miður færslurnar birtast alltaf aftur og aftur, sem sé hvimleitt.

- Auglýsing -

Una segir þó að engu að síður sé mikilvægt að fólk passi sig, þar sem alltaf sé mögulegt að einhver láti blekkjast.

Lögreglan hér á höfuðborgarsvæðinu hefur vakið athygli á svikasíðum sem þessum; hafa varað við nýrri hrinu af svokölluðum vefveiðum – phising.

Og beinir lögreglan þeim tilmælum til fólks sem fær slíka svindlpósta, eða sé í vafa, að hafa samband með tölvupósti á netfangið [email protected], nú eða [email protected].

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -