Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Söngstjarnan Regína Ósk smituð af Covid-19 á nýjan leik: „Þetta er bara Covid „volume“ tvö“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan ástsæla, Regína Ósk Óskarsdóttir hefur nú greinst með Covid-19 í annað skiptið og því komin í einangrun. Fyrra smitið fékk hún í fyrstu bylgju faraldursins.

Regína Ósk var í viðtali í gærmorgun við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 þar sem hún ræddi stöðuna.

„Þetta er bara Covid „volume“ tvö. Það liggur við að það sé einu sinni á ári sem ég þarf að fara í einangrun,“ sagði Regína. Sagði hún að þetta skipti sé þó töluvert skára en það fyrra því að nú séu allir nema yngsti meðlimurinn séu smitaðir en enginn sé veikur. Sagðist hún ekki vita hvaða afbrigði veirunnar fjölskyldan hafi smitast af í þetta skiptið en gerir ráð fyrir að það sé Ómíkron afbrigðið.

„Í fyrstu bylgjunni var ég ein inni í herbergi og enginn kunni neitt og vissi neitt,“ sagði Regína sem sagði einnig að allt gangi mun fljótlegar og snurðulausar fyrir sig en í fyrstu bylgjunni.

Segist Regína Ósk enn glíma við vott af eftirköstum af fyrsta smitinu en lengi vel fann hún hvorki lykt né bragð. Nú hafa þessi skynfæri lagast hjá henni en þó virki þau ekki alveg eins og áður, það sé breytt og ólíkt því sem hún áður þekkti.

Að lokum sagðist Regína Ósk í þetta skipti taka öllu með æðruleysinu en leyfi sér þó að hlakka til komandi tónlistarverkefna þó væntingastuðullinn hafi minnkað um helming vegna faraldursins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -