Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi VG, segir að mál Vítalíu Lazareva sé skólabókardæmi um misnotkun.
Mannlíf fjallið um viðtal Eddu Falak við Vítalíu í gær, en þar lýsir hún misnotkun áhrifamikilla karlmanna gagnvart sér þar sem forsprakkinn var giftur karlmaður sem hún var í sambandi við.
Vítalía lýsir í viðtalinu tveimur atvikum sem einkennast af grófri misnotkun, annað í heitum potti í sumarbústað en hitt á hótelherbergi í golfferð.
Sóley segir að sér kæmi ekki á óvart þó að fleiri sögur væru til af þessum karlaklúbbi sem hér á í hlut en en hún fer nokkrum orðum um málið á Twitter, þar sem hún þakkar jafnframt Vítalíu fyrir að stíga fram:
„Skólabókardæmi um misnotkun, hvernig mörk hennar voru kerfisbundið máð og brengluð af karli sem vissi vel hvað hann var að gera. Kæmi mér ekki á óvart þó fleiri sögur væru til af þessum karlaklúbbi sem virðist þrífast á kvenfyrirlitningu. Takk Vítalía!“
Skólabókardæmi um misnotkun, hvernig mörk hennar voru kerfisbundið máð og brengluð af karli sem vissi vel hvað hann var að gera. Kæmi mér ekki á óvart þó fleiri sögur væru til af þessum karlaklúbbi sem virðist þrífast á kvenfyrirlitningu. Takk Vítalía! https://t.co/tSXuX4BTc7
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) January 5, 2022