Mál Vítalíu Lazareva hefur vakið gríðarlega athygli eftir að Mannlíf birti frásagnir hennar af samfélagsmiðlun þar sem þjóðþekktir menn voru sakaðir um kynferðislegt áreyti og misnotkun í hennar garð. Vítalía var í leynilegu ástarsambandi við þekktan heilsufrömuð sem að hennar sögn nánast falbauð hana vinum sínum. Hún lýsti ferð í sumarbústað þar sem hún og fjórir menn voru nakin í heitum potti og mörk hennar voru ekki virt. Þá sagði hún frá golfferð þar sem þekktur fjölmiðlamaður fékk leyfi ástmannsins til að misbjóða henni. Hún birti nöfn meintra gerenda og samskipti við þá á samfélagsmiðlum. Vítalía kom síðan fram í hlaðvarpsviðtali hjá Eddu Falak þar sem hún sagði frá málum í smáatriðum. Meðal annars lýsti hún því þegar ástmaður hennar, harðgiftur, bauð vini sínum, sem hafði komið óvænt að þeim í ástarleik, á hóteli í Borgarfirði, aðgang að henni. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi er ómyrk í máli og segir málið vera „skólabókardæmi um misnotkun, hvernig mörk hennar voru kerfisbundið máð og brengluð af karli sem vissi vel hvað hann var að gera“. Karlarnir sem um ræðir hafa forðast að svara Mannlífi um ásakanarirnar. Fjölmiðlamaðurinn, sem sakaður er um að hafa misnotað Vítalíu, sagðist í samtali við Mannlíf ekki hafa tíma til að svara ásökununum sem ætti að vera einfalt ef allt var með felldu og Vítalía er að segja ósatt um atvikin. En það vekur athygli að einungis DV og Mannlíf hafa fjallað um málið sem er á allra vörum. Tengsl hinna valdamiklu tryggja hugsanlega þöggun og þögn stórra fjölmiðla sem hafa ekki hikað við að fjalla af einurð um Sölva Tryggvason og aðra sem sakaðir hafa verið um að fara yfir mörk kvenna …