Laugardagur 28. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Eins mánaða gamalt barn munaðarlaust eftir sjálfsvíg foreldra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stuttu fyrir miðnætti á gamlársdag fékk lögreglan í Flórida tilkynningu um tilraun til sjálfsvígs. Þar var um að ræða ungan lögregluþjón, Clayton Osteen, hann var í bráðri lífshættu og lést tveimur dögum síðar. Clayton skyldi eftir sig unnustu og nýfæddan son.

Aðeins sólahring eftir andlát Clayton fannst konan hans, Victoria Pachecho, látin en hún hafði einnig fallið fyrir eigin hendi. Victoria starfaði einnig innan lögreglunnar. Um miðjan nóvember síðastliðin eignuðust parið sitt fyrsta og eina barn, lítinn dreng, sem nú er munaðarlaus.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli þessum hræðilegu atburðum en Clayton var greindur með þunglyndi. Talsmaður lögreglunnar í Flórida segir mikið álag vera á lögregluþjónum og ekki hugað nóg að andlegri líðan þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -