Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ættleidd til Íslands – Valdi barnið með lokuð augu: „Þau voru forvitin um hvað ég væri dökk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Friðrik Agni Árnason ræddi við móður sína og ömmu í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 1. 

„Þetta er drottningin okkar, hún Maya,“ stóð í bréfi sem móðir Mayu, fyrstu stúlkunnar sem var ættleidd opinberlega til Íslands frá Asíu, fékk sent frá munaðarleysingjahæli á Indlandi árið 1968. Móðir Mayu er frá Tékkóslóvakíu en alin upp í Þýskalandi. Hún flutti til Þýskalands þegar Maya var níu ára og barnið varð eftir. Barnabarn hennar segir söguna af mæðgunum.

Maya Jill Einarsdóttir er fyrsta barnið sem var opinberlega ættleitt til Íslands frá Asíu. Hún fæddist á Indlandi árið 1966 en stelpan fannst í borg sem tilheyrir Mumbai. Tveir ókunnugir menn fundu hana aðeins nokkurra vikna gamla innan um önnur götubörn og fóru með hana á heimili fyrir munaðarlaus börn í Mumbai. Þremur árum síðar var hún ættleidd til Íslands og fékk afmælisdaginn 28. október.

Móðir hennar, Liselotte Bensch Fuchs, er fædd í Tékkóslóvakíu en flúði þaðan til Þýskalands. Hún bjó á Íslandi þegar hún ættleiddi Mayu. Friðrik Agni Árnason, sonur Mayu og barnabarn Liselotte, segir sögu mæðgnanna í þættinum Ugla sat á kvisti á Rás 2.

Allir þekktust og hjálpuðust að

Liselotte flutti með fjölskyldunni frá Tékkóslóvakíu til Berlínar og var faðir hennar undir eftirliti stjórnvalda. Þetta voru miklir óróatímar og lenti faðir hennar nokkrum sinnum í fangelsi fyrir að smygla fólki frá austur Berlín til vesturs. Svo flutti litla fjölskyldan til Dusseldorf þar sem hjónin bjuggu allt sitt líf í nýbyggðri blokk sem hýsti tuttugu og eina flóttafjölskyldu.

„Allir þekktust og hjálpuðust að. Þau þekktu flóttalífið og vissu hvernig best væri að hjálpa.“

Sautján og átján ára þurftu Liselotte og systir hennar að byrja að vinna fyrir sér og flytja heiman því það var þröngt í búi. Þá var stungið upp á því að þær færu í að læra hjúkrun. Þær fengu vinnu á spítala og þar kynntist Liselotte konu sem átti dóttur sem hafði ákveðið að taka sér ársfrí frá vinnu í banka og flytja til Íslands til að starfa sem sjúkraliði. Liselotte var forvitin og fékk sjálf heimilisfangið hjá Landakotsspítala. Þangað skrifaði hún bréf og bauð fram starfskrafta sína og systur sinnar. Henni var strax svarað að þær væru velkomnar og þær héldu af stað þangað árið 1963.

- Auglýsing -

Valdi barnið með lokuð augu

Þegar hún fékk fregnir af því að hún ætti von á stelpu voru henni sendar myndir af nokkrum stúlkum til að velja úr. Hún var ekki viss hvernig ætti að velja.

„Ég vildi stelpu og það voru bara stelpur í boði en það skipti engu máli fyrir mig hvort hún væri eins eða tveggja ára. Ég var í algjörum vandræðum,“ rifjar Liselotte upp. Hún skoðaði myndirnar oft og ákvað svo að velja þær með ugla sat á kvisti. „

Ég valdi myndina með lokuð augu, skellti í umslag og sendi til baka. Ég fékk svo svarið: Já, þetta er drottningin okkar hún Maya.“

- Auglýsing -

Þau voru forvitin um hvað ég væri dökk

Um tíu tímum eftir heimkomu segir Liselotte að Maya hafi áttað sig á því að hún væri komin heim. „Þá byrjaði hún að leiða mig, og okkur öll. Hún sagði alltaf: Leiða mig. Þannig gekk það svo mánuðum skipti,“ rifjar hún upp. Þegar hún lagði barnið í rúmið stóð hún upp við rimlana og hvíslaði: „Mamma.“

Mægðurnar voru strax samrýmdar. Á Íslandi göptu margir yfir Mayu og dökku hörundi hennar, en barnið var fljótt að aðlagast og eignast vini og allir vildu leika við hana. „Ég átti auðvelt með að eignast vini sem barn. Þau voru forvitin um hvað ég væri dökk og með dökkt hár en það var engin stríðni eða neitt svoleiðis,“ segir Maya.

Í leikskólanum fékk hún súrmjólk í hyrnu og söng í rólunum og fór í sund með dóttur nágrannakonunnar. Æskan var ljúf á Laugarásveginum þar sem fjölskyldan bjó. Maya segir að það hafi alltaf verið líf í kringum sig og hún upplifði enga stríðni, bara forvitni. Krakkarnir fóru í Yfir, Brennó og Teygjutvist og út að renna sér í brekkunum. Svo var kallað á hana og dreng sem bjó á sömu hæð í átta hæða blokkinni sem Maya bjó í: „Þórir og Maya, inn að borða!“

Hægt er að hlýða á báða þættina hér í spilara RÚV.

Friðrik Agni og Maya Jill

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -