Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómari, hefur dregið flokk sinn út í fen umræðu þar sem hann skorar á fólk að láta ekki bólusetja börnin sín gegn Covid. Arnar stendur að samtökunum Ábyrgð og frelsi sem hafa haft í lítt duldum hótunum við kennara og skólastjórnendur ef börn verði bólusett gegn óværunni. Fæstir botna í því á hvaða brautum Sjálfstæðisflokkurinn er með varaþingmann sinn í broddi fylkingar. Háttalag Arnar þykir mörgum í besta falli furðulegt og því er fagnað að flokkurinn hafi ekki fengið heilbrigðisráðuneytið eins og var í umræðunni eftir kosningar þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var nefndur sem ráðherraefni …