Laugardagur 14. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Anna Kristjáns – Flaug úr kuldanum á Lúxusfarrými

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir, fyrrverandi vélstjóri hefur búið á Tenerife síðustu ár en dvaldi á Íslandi yfir hátíðarnar. Anna lýsir á spaugilegan hátt ferð sinni frá fróni aftur til eyjarinnar í suðri.

Á síðu Önnu segir:

„Dagur 879 – Komin heim.

Ég hélt til byggða í gærmorgun. Kristján sonur minn sótti mig og keyrði til Keflavíkur (hvort er Kebblavík skrifuð með tveimur eða þremur béum?) og skilaði mér á flugvöllinn á Rosmhvalanesi hvaðan ég tók flugið heim til Tenerife.

Að sjálfsögðu rigndi upp í nefið á mér þegar ég kom mér fyrir í Saga lounge á flugvellinum, en Helena sem fór með mér heim valdi að vara í cargórými flugvélarinnar á leiðinni. Sjálf sat ég á Saga class og hélt að enginn þekkti mig, drakk ekkert en nærðist samt eins og engum er lagið á Saga Class. Þegar við vorum komin langleiðina suðureftir kom yfirflugfreyjan til mín og þótt ég hefði talið mig sæmilega dulbúna með grímu fyrir andlitinu gat ég hvorki neitað vinfengi mínu við Önnu Dís né Gúnnu, tvær af reyndustu flugfreyjum Icelandair. Hvorug þeirra fékk samt hiksta af samræðunum og “Bergþóra” var mér sammála. Heitir hún ekki annars Bergþóra? Allavega ein flugfreyjan heitir Bergþóra en allar voru þær flottar og stóðu sig í stykkinu að venju.

Heim komst ég og var fljót í gegnum cóviðeftirlitið, en öllu lengri tíma tók að fá töskuna hennar Helenu sem hafði verið falin í cargórýminu.

- Auglýsing -

Þvílíkur munur er samt að ferðast á Saga Class í stað almenna rýmisins. Ég kom á flugvöllinn og það var löng biðröð að almennu afgreiðslunni. Ég fór að Saga Class og labbaði beint í gegn. Það var hleypt framhjá þegar opnað var út í vél, fullkomin þjónusta án greiðslu um borð í vélinni og loks voru töskur SagaClass farþega fyrstar af færibandinu. Ferðin var yndisleg þótt ég hafi vissulega ekki notfært mér öll þau hlunnindi sem Saga Cass farþegum stendur til boða eins og 65 kg af farangri og ekki voru flugfreyjurnar síðri.

Ég má líka alveg veita mér smáhlunnindi, enda var þetta ferð sem var farin í tilefni af afmælinu á dögunum.

—–

- Auglýsing -

Á Tenerife er aldrei frost, en þótt kuldinn á laugardagskvöldi sé alls ekki ásættanlegur, er hann samt öllu hlýrri en ískuldinn og frostið á Íslandi. Þótt ekki standi til að skrifa mikið á sunnudagsmorgnum, gat ég ekki orða bundist í tilefni af heimkomunni.

En ég elska ykkur samt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -