Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Það tók íslenska ríkið 15 ár að uppgötva þetta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilsustofnunin í Hveragerði fær tæpan milljarð úr ríkissjóði á ári. Stofnunin býður upp á endurhæfingu fyrir einstaklinga sem þurfa á slíkri að halda í kjölfar sjúkrahúsvistar, tiltekinna sjúkdóma og slysa. Hún hefur starfað frá árinu 1955 og er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands, félagasamtaka sem stofnuð voru árið 1937.

Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, tók fjármuni út úr stofnuninni með ólögmætum hætti. Alls er um að ræða tæplega 600 milljónir króna á núvirði á 15 ára tímabili. Þetta var gert með því að Náttúrulækningafélagið tók einhliða ákvörðun um að hækka arðgreiðslur til sín án aðkomu Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins, en Heilsustofnunin fær tæpan milljarða króna úr ríkissjóði á ári.

Til að standa undir arðgreiðslunum hafi umframkostnaði verið velt á sjúklinga. Þá hafi rekstrarfé Heilsustofnunarinnar verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem er ekki hluti af samningum hennar við Sjúkratryggingar og hún látin greiða afborganir af lánum sem eru þinglýstar í eigu Náttúrulækningafélags­ins ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað af fasteignunum.

Þetta er niðurstaða úttektar eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á fjármálum Heilsustofnunarinnar. Úttektinni lauk í síðasta mánuði og forsvarsmönnum Náttúrulækningafélagsins/Heilsustofnunar var greint frá henni með bréfi sem sent var 13. desem­ber 2021.

Afrit af bréfinu var sent til ríkisendurskoðunar og heilbrigðisráðuneytisins.

Hægt er að lesa bréfið hér.

- Auglýsing -

Lögmaður fyrirsvarsmanna Náttúrulækningafélagsins/Heilsustofnunarinnar, Kristján B. Thorlacius hjá Fortis lögmannsstofu, svaraði bréfi Sjúkratrygginga Íslands 3. janúar síðastliðinn. Í því bréfi sem hægt að lesa í heild sinni hér, segir að ekki séu forsendur til að fallast á þau sjónarmið sem komi fram í bréfi stofnunarinnar, að þau séu ekki í samræmi við þá samninga og þær forsendur sem samstarf aðila hafi byggt á frá því að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á árinu 1991.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni í Kjarnanum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -