„Ég þarf að skila skömm,“ segir dagsrkrárgerðarkonan og djass-sérfræðingurinn Lana Kolbrún Eddudóttir og bætir við:
„Þegar þetta gerðist var metoo ekki komið og enginn leið fyrir mig að gera neitt í þessu. Hann var súperstjarna í sjónvarpinu og ég var bara kona á Rás 1.“
Hún segir að „Logi Bergmann stundaði það að hneppa frá sér skyrtunni og spyrja mig: „Finnurðu ekki eitthvað?” Hvort ég – lesbían – yrði ekki gröð að sjá bera bringuna á honum; hvort ég lagaðist ekki eitthvað?“
Lana Kolbrún segir að Logi Bergmann hafi ávallt valið ákveðin stað í húsi RÚV fyrir þennan gjörning:
„Staðurinn sem hann valdi var yfirleitt lyftan í Efstaleiti, þegar við vorum bara tvö ein í henni. Mér líður ennþá illa að hugsa um þetta. Ég burðaðist á þessum tíma með kynferðisbrot síðan í æsku sem ég var ekki búin að vinna úr og hafði því ekki kjark til að segja honum að mér fyndist þetta leiðinlegt og óviðeigandi. Betra seint en aldrei.“