Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gerir heimildarmynd um Hauk Hilmarsson: „Fyrir mér var Haukur stór áhrifavaldur í minni æsku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Grétar Jónasson Sigríðarson, kvikmyndagerðamaður er byrjaður að vinna heimildarmynd um Hauk Hilmarsson, baráttumann og listamann, sem lést í sprengjuárás Tyrklandshers í Sýrlandi 2018.

Jón Grétar safnar nú fyrir gerð myndarinnar á Karolina Fund, söfnunarsíðunni íslensku.

Samkvæmt þeirri síðu verður myndin í fullri lengd og fjallar um Hauk Hilmarsson sem var „þekktur á Íslandi sem baráttumaður fyrir réttindum hælisleitenda og sem ástríðufullur andstæðingur fasisma.“

Þá segir Jón Grétar á Karolina Fund síðunni að Haukur hafi verið mikill áhrifavaldur í lífi hans:

„Fyrir mér var Haukur stór áhrifavaldur í minni æsku, góður félagi og vinur.“

Heimildarmyndina byrjaði Jón Grétar að taka upp árið 2014 og var hugmyndin upprunalega að gera mynd sem næði yfir nokkra áratugi og tæki stöðuna á Hauki á nokkurra ára fresti.

- Auglýsing -

„Því miður lítur allt út fyrir að Haukur hafi fallið í Sýrlandi í febrúar árið 2018 þar sem að hann var að berjast fyrir Kúrda. Ég ákvað að fara af stað með þetta verkefni fyrir ári síðan og ætlaði með það í fjármögnun þá en áttaði mig fljótlega á því að ég var alls ekki tilbúinn.“

Segir Jón Grétar enn fremur á Karoline Fund-síðu sinni að hann hafi gert lítið annað síðasta árið en að liggja yfir upptökunum sem þeir Haukur gerðu árið 2014, auk alls efnisins um Hauk sem hann komst yfir.

Stefnt er að því að hefja tökur á heimildarmyndinni í júní 2022, og að þeim ljúki í ágúst, sama ár. Þá er áætlað að myndin verði tilbúin í nóvember 2022, en myndin verður til að byrja með einungis aðgengileg styrktaraðilum Karolina Fund söfnunarinnar.

- Auglýsing -

Hér má styrkja verkefnið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -