Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, ætlar að leita sér aðstoðar við matarfíkn. Hann segir sjúkdóminn eindaldlega vera að drepa sig.
Binni var áður á ketó mataræðinu og missti fimmtíu kíló á tólf mánuðum áður en hann sagði skilið við það. Síðan þá hefur heilsan farið versnandi og nú ætlar Binni að leita sér hjálpar.
„Þetta er sjúkdómur sem er að drepa mig. Það leið næstum yfir mig í gær og ég á erfitt með að anda og heilsan mín er orðin geðveikt slæm,“ segir hann í samtali við Vísi:
„Það þarf bara að tala um þetta og opna umræðuna því þetta er ekki djók og þetta er alveg alvarlegt. Þetta er sjúkdómur og það er fólk að díla við þetta.“
Binni segist þreyttur á því að hugsa stöðugt um mat og að þurfa að fela það sem hann borðar fyrir öðrum.
„Ég var einu sinni að borða pizzu, bara heila pizzu og ég borðaði svo mikið, svo hratt líka að ég bara ældi yfir pizzukassann. Þetta var bara hrikalegt. Ég lá svo uppi í rúmi og leið ógeðslega illa og byrjaði þá að skoða hjálp því ég var bara, þetta er ekki í lagi sko.“