Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna, varð fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu sendiherra þegar hún var starfsnemi í sendiráðinu. Hún hefur nú opnað sig um háttsemi yfirmannsins.
Það gerir hún á Twitter og vill hún skila skömminni:
„Ég var starfsnemi og hann var sendiherra. Í starfsmannapartíi tróð hann tungunni í kokið á mér. Dró mig afsíðis og hélt mér fast til að kyssa mig,“ segir Vera og heldur áfram:
„Hef aldrei opnað mig um þetta áður því ég var með svo mikið samviskubit yfir því að hafa sent villandi skilaboð. Vildi líka ekki koma honum í vandræði og fá á mig stimpil sem drusla. Ég hef aldrei getað horft framan í hann aftur.“