Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ólafur Þ. Harðarson um Vítalíumálið: „Augljóslega hjálpar þetta ekki Sjálfstæðisflokknum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnmálaprófessorinn Ólafur Þ. Harðarson telur það blasa við að ásakanir um kynferðislegt áreiti fimmenninganna, þeirra Ara Edwald, Arnars Grant, Loga Bergmann, Hreggviðar Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, gegn Vítaliu Lazareva skaði Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóslega hjálpar þetta ekki flokknum,“ segir Ólafur.

Ólafur er þeirrar skoðunar að hneykslismálið muni skaða Sjálfstæðisflokkinn til lengri tíma, líkt og Klaustumálið gerði hjá Miðflokknum. Málin tvö eiga það sameiginlegt að niðrandi framkoma gagnvart konum vakti reiði almennings. Flestir fimmenninganna hafa tengingar við Sjálfstæðisflokkinn. Fréttablaðið greinir frá.

Hvort málið muni skaða Sjálfstæðisflokkinn sagði Ólafur að það sé hugsanlegt. „Kannski átti Klaustursmálið þátt í fylgishruni Miðflokksins, þó margar aðrar skýringar séu hugsanlegar. Spurningin er hvort málið hefur áhrif á einhverja stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks. Viðhorf þeirra eru ekki endilega þau sömu og viðhorf stuðningsmanna annarra flokka,“ segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -