Vestmannaeyingurinn Baldur Þór Bragason fór alltof snemma en hann lést um liðna helgi eftir stutt en erfið veikindi. Frá andlátinu er greint í bæjarfjölmiðlinum í Vestmannaeyjum.
Tígull birtir þar tilkynningu frá fjölskyldu Baldurs:
„Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og vinur, Baldur Þór Bragason, lést eftir stutt en erfið veikindi í faðmi fjölskyldunnar þann 8.janúar.
Vegna takmarkana verður 100 manna hámark í jarðarförinni en henni verður verður streymt frá Landakirkja.is.
Sérstakar þakkir til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum, sem og starfsfólki sjúkradeildar Vestmannaeyja fyrir ómetanlegan hlýhug og stuðning.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans viljum við benda að styrkja Krabbavörn Vestmannaeyja. 0582-26-2000
Kt.651090-2029″