Frá upphafi Kórónuveirufaraldursins hafa aldrei fleiri legið á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum vegna veirunnar skæðu. Verst er staðan á hinum vinsælu áfangastöðum Íslendinga, Gran Canaria og Tenerife.
Í gær voru þúsundir eyjaskeggja greindir smitaðir og greindu heilbrigðisyfirvöld frá því í morgun að 87,5 prósent þeirra sýna sem greind eru reynist jákvæð þessa dagana. Mikið álag er á heilbrigðisstofnanir enda aldrei fleiri þurft að leggjast inn frá upphafi faraldursins. Á sunnudaginn voru 596 einstaklingar inniliggjandi með Covid-19, sem er nýtt met sem eyjaskeggjar hefðu líklega viljað sleppa að slá.
Af þeim Covid-sjúklingum sem liggja inni fer tala þeirra sem eru alvarlega veikir hækkandi og hið sama má segja um andlátstölur. Á nýju ári hafa 70 látist á eyjunnar vegna veirunnar, þar af létust sex í gær og flestir þeirra á Tenerife. Hinir látnu voru á aldrinum 59 og 83 ára.
Í fyrradag ákváðu sóttvarnaryfirvöld að færa hættustigið á Tenerife upp í hæsta þrep og verða því hörðustu aðgerðir í gangi til 20 janúar að minnsta kosti. Eigendur íslenska barsins Nostalgía segir hertari aðgerðir ekki koma til með að hafa of mikil áhrif:
„Þessar breytingar hafa litil áhrif á túrista, amk ef þið eruð 6 eða færri. Hlökkum til að sjá ykkur. Við erum heppin að hafa stórt torg fyrir framan okkur.“