Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Lögreglan á Suðurnesjum hætt á Facebook: “Yfir og út……“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Facebook síða lögreglunnar á Suðurnesjum verður lokað eftir sólarhring. Ástæðan sem gefin er upp er sú að Persónuvernd hafi gert athugasemdir við notkun lögreglunnar á Facebook en samkvæmt heimildum Mannlífs var það ekki ástæðan.

Facebook síða lögreglunnar á Suðurnesjum er gríðarlega vinsæl síða en yfir 19.000 manns fylgir henni. Á síðunni hefur lögreglan sinnt allskyns tilkynningaskyldum, leitað að týndu fólki, varað fólk við veðri og vindum auk annarrar þjónustu. Fyrir stundu birtist eftirfarandi færsla:

Lokafærsla frá okkur til ykkar.

“Lögreglan á Suðurnesjum hættir á Facebook
Öflug persónuvernd er lögreglunni á Suðurnesjum kappsmál og leggjum við áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Lögum samkvæmt ber okkur að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt.
Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring.
Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á og við bendum fólki jafnframt á netfang okkar [email protected] og 112.is þar sem brugðist er við erindum um leið og þau berast.“
Við þökkum íbúum Suðurnesja sem og landsmönnum öllum fyrir samfylgdina síðastliðin 10 ár sem einkar ánægjuleg og skemmtileg.

Yfir og út……

Samkvæmt heimildum Mannlífs var ástæðan í raun ekki athugasemdir Persónuverndar heldur var þetta ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum, Úlfars Lúðvíkssonar. Vissulega hafi Persónuvernd gert athugasemdir en ekki sett sig upp á móti síðunni. Ekki hefur lögreglan í öðrum umdæmum tilkynnt lokun á Facebook síðum sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -