Þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, og Laufey Rún Ketilsdóttir, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, keyptu glæsihús lögmannsins Arnars Þórs Stefánssonar á LEX lögfræðistofu.
Arnar hefur búið í húsinu að Þrastanesi 20 ásamt eiginkonu sinni og börnum, en húsið hefur verið í eign fjölskyldunnar síðan árið 2014.
Húsið er engin smásmíð; 364 fermetrar og var ásett verð 179 milljónir króna en fasteignamat er 120 milljónir króna.
Ekki er vitað hvað Bergþór og Laufey greiddu fyrir húsið, en ekki er ólíklegt að verðið hafi verið hærra en 179 milljónir, því áhuginn á því var mikill.
Bergþór og Laufey eiga von á sínu fyrsta barni saman á þessu ári, en Bergþór á eitt barn fyrir.