Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi. Gerandi var handtekinn á vettvangi en ekki er vitað um líðan þolanda að svo stöddu.
Þá var lögreglu gert vart við grunsamlegar mannaferðir. Þar gengu tveir menn á milli bifreiða sem þeir reyndu að opna án árangurs. Mennirnir höfðu látið sig hverfa þegar lögregla kom á vettvang.
Tvær tilkynningar bárust vegna hávaða í heimahúsi en önnur tilkynningin var vega samkvæmis. Húsráðendum var sagt að lækka.
Brotist var inn í bifreið og tilkynnt um eignaspjöll. Lögregla rannsakar málið.
Samkvæmt dagbók lögreglu virðist nóttin hafa verið tiltölulega róleg að þessu sinni.