Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

SÖFNUN – Klara litla slasaðist alvarlega á Akureyri: „Framtíðin er pínulítið óskrifuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásthildur Björnsdóttir, frænka hinnar sex ára gömlu Klöru sem slasaðist illa í hoppukastalaslysi á Akureyri í fyrra, hefur styrktarsíðuna Áfram Klara á Facebook. Litla stúlkan tókst á loft með hoppukastala við Skautahöllina og voru sjö börn flutt á sjúkrahús, þar af Klara sem slasaðist alvarlega og er í strangri endurhæfingu.

„Framtíðin er pínulítið óskrifuð,“ segir Ásthildur um endurhæfingu Klöru, í samtali við Fréttablaðið. Styrktarsíðuna stofnaði hún ásamt systur sinni Auðbjörgu. Ásthildur stefnir á að klára hálfan Landvætt í ár ásamt móður Klöru.

Ásthildur segir ættingja og vini fjölskyldunnar hafi langað til að hjálpa og sýna fjölskyldunni stuðning í verki. „Maður verður svo vanmáttugur þegar eitthvað svona gerist, mann langar svo að hjálpa en þetta er allt í höndum heilbrigðisstarfsfólk svo það er takmarkað sem maður getur gert,“ segir Ásthildur.

Ásthildur segir Klöru í mikilli endurhæfingu alla daga sem taka muni tíma, þau ætli að nota hennar dugnað sem eldmóð til að klára þrautirnar í Landvættinum.

Þeir sem vilja geta styrkt Klöru og fjölskyldu hennar í gegnum eftirfarandi reikning:

Kennitala: 081114-2500

- Auglýsing -

Banki: 0123-15-043225

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -