Matvælastofnun barst tilkynning frá Náttúrufræðistofnun Íslands þann 11.janúar. Þar kom fram að mikill fjöldi svartfugla hafi fundist dauður á Suðausturlandi.
Greindi MAST frá málinu á heimasíðu sinni í gær en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru fuglarnir að minnsta kosti 273 talsins.
Í tilkynningu MAST kemur fram að mikið sé um fuglaflensu í Evrópu um þessar mundir, ólíklegt þykir að það hafi valdið fjöldadauðanum. Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands hefur safnað fuglum til sýnatöku sem verða rannsökuð við Háskóla Íslands.
Síðast þegar fuglar drápust í stórum stíl líkt og nú var það vegna hungurs en eru 20 ár liðin frá því. Rannsókn á fuglunum stendur nú yfir en ekki er hægt að útiloka fuglaflensusmit.