Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Yfirlýsing frá Pírötum: „Fordæmir það hatur og þann rasisma sem Lenya Rún hefur orðið fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Píratar segja að varaþingmaður þeirra, Lenya Rún Taha Karim hafi allt frá upphafi stjórnmálaferils hennar, hafi hún mætt óvægnum áróðri og rasisma. Það fordæma Píratar.

Fyrir stundu birtu Píratar yfirlýsingu sem snéri að því hatri og þeim rasisma sem Lenya Rún hefur þurft að sæta síðan hún hóf þátttöku í stjórnmálum á Íslandi. Segja Píratar að það sé mikilvægt í lýðræðisríki að „allir þjóðfélagshópar hafi rödd og að Alþingi endurspegli sem best þverskurð af samfélaginu sem það þjónarendurspegli sem best þverskurð af samfélaginu sem það þjónarendurspegli sem best þverskurð af samfélaginu sem það þjónar.“ Segja þeir ennfremur í yfirlýsingunni að „hvers kyns rasismi, hatursorðræða og mismunun gagnvart fólki með erlendan bakgrunn er til þess fallinn að grafa undan lýðræðinu og má ekki viðgangast átölulaust.“

Þessu fordæma Píratar og segja Lenyu Rún réttkjörinn varaþingmaður á Alþingi og að hún sé mikilvæg rödd ungs fólks með erlendan bakgrunn. Ennfremur hvetja Píratar allar stjórnmálahreyfingar til þess að „fordæma hatursorðræðu og rasisma í pólitískri umræðu.“ Þá biðlar þingflokkurinn einnig til fjölmiðla að sýna ábyrgð í sínum fréttaflutningi um hatursfull ummæli með „hliðsjón af þeim skaða sem gagnrýnislaus dreifing slíkra ummæla getur haft í för með sér.“

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsinguna í heild sinni:

„Píratar sem stjórnmálaafl er stolt af því að vera hreyfing fólks með gríðarlega fjölbreyttan bakgrunn sem allt á það sameiginlegt að vilja gera samfélagið og heiminn betri. Þessi fjölbreytileiki endurspeglaðist í framboðslistum hreyfingarinnar í Alþingiskosningum í september síðastliðnum.

Á tímabili stefndi í að frambjóðandi Pírata Lenya Rún Taha Karim næði kjöri sem þingmaður, yngst allra Íslendinga. Svo fór því miður ekki, en þingflokkur Pírata mun njóta liðstyrks hennar sem varaþingmanns á kjörtímabilinu. Allt frá upphafi stjórnmálaferils Lenyu hefur hún þurft að mæta óvægnum áróðri og rasisma fyrir það eitt að taka þátt í stjórnmálum. Í lýðræðisríki er mikilvægt að allir þjóðfélagshópar hafi rödd og að Alþingi endurspegli sem best þverskurð af samfélaginu sem það þjónar. Hvers kyns rasismi, hatursorðræða og mismunun gagnvart fólki með erlendan bakgrunn er til þess fallinn að grafa undan lýðræðinu og má ekki viðgangast átölulaust.
Þingflokkur Pírata fordæmir það hatur og þann rasisma sem Lenya Rún hefur orðið fyrir, líkt og þingflokkurinn fordæmir hverskyns hatursorðræðu.
Lenya Rún er réttkjörin varaþingmaður á Alþingi og mikilvæg rödd ungs fólks og fólks með erlendan bakgrunn. Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu vegna uppruna síns. Sumir fjölmiðlar hafa jafnvel gengið svo langt að gera sér mat úr þeirri hatursfullu orðræðu sem Lenya Rún hefur orðið fyrir án þess að gera nokkra athugasemd við rasismann sem í henni felst.
Þingflokkur Pírata hvetur stjórnmálahreyfingar á Íslandi til þess að fordæma alla hatursorðræðu og rasisma í pólitískri umræðu. Þá biðlar þingflokkurinn til fjölmiðla að sýna ábyrgð í fréttaflutningi um hatursfull ummæli með hliðsjón af þeim skaða sem gagnrýnislaus dreifing slíkra ummæla getur haft í för með sér. Loks lýsir þingflokkurinn yfir fullum stuðningi við Lenyu Rún og harmar það misrétti sem hún hefur þurft að þola á sínum stutta en öfluga stjórnmálaferli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -