Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fimm flott ráð til að bæta heilsuna á tímum Covid 19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag eru tæplega 20.000 íslendingar í sóttkví eða einangrun. Smitin hafa haldist í kringum þúsund talsins síðustu daga og margir orðnir þreyttir á ástandinu. Það hefur sjaldan verið mikilvægara að huga að andlegri og líkamlegri heilsu og núna en það getur reynst erfitt með gildandi samkomutakmörkunum og smitum. Mannlíf hefur tekið saman lista frá geðlæknum og sálfræðingum, hvað getur þú gert til að halda góðri heilsu á þessum erfiðu tímum?

Einbeittu þér að því góða

Það er auðvelt að gleyma því jákvæða í lífinu. Rannsóknir hafa sýnt góð áhrif á því að skrifa niður það sem þú ert þakklátur fyrir og jákvæðar upplifanir. Vertu meðvitaður um hugsanir þínar.

Hreyfðu þig

Ekki hætta hreyfingu þrátt fyrir að komast ekki í ræktina. Haltu rútínu á hreyfingunni, farðu út í náttúruna, gerðu heimaæfingar og finndu nýjar leiðir til að stunda hreyfingu.

Leyfðu þér að líða en ekki dvelja í tilfinningum þínum

- Auglýsing -

Það er hluti af lífinu að finna allar tilfinningar, góðar og slæmar. Með því að leyfa þér að finna tilfinningar kemurðu í veg fyrir að dvelja of lengi í þeim.

Borðaðu hollan mat

Hollt mataræði skiptir öllu máli fyrir bæði andlega heilsu og gott ónæmiskerfi.

- Auglýsing -

Haltu rútínu

Hvort sem þú vinnur heima, ert í sóttkví eða einangrun, þá er mikilvægt að halda góðri rútínu. Svefn, hreyfing og reglulegt mataræði spilar allt inn í góða andlega og líkamlega heilsu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -