Bakarameistarinn Jóhannes Felixson, eða Jói Fel, eins og hann er alltaf kallaður, fagnaði 55 ára afmælinu sínu á dögunum og birti hann mynd af sér fáklæddum á Instagram í tilefni þess:
„55 ára miðaldra karlmaður. Sit uppi með þetta útlit núna. Held að fari aðeins að síga á næstunni þegar Felino fer á fullt.“
Myndin vekur athygli fylgjenda hans og fær hann ummæli á borð við:
„James Bond hvað?“ og líka, „Kallinn flottur“
Jói Fel hyggst opna nýjan veitingastað á næstunni sem mun bera nafnið Felino eftir bæ á Ítalíu, og mun hann sérhæfa sig í pítsum og öðrum ítölskum mat.
Jói Fel rak lengi Bakarí Jóa Fel, en reksturinn var lýstur gjaldþrota í september árið 2020.