Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Gunnar Smári um flóttann mikla frá RÚV: „Eftir situr fólk sem beygir sig undir ægivald Valhallar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ríkisútvarpið er skaði“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokks Íslands í örstuttri færslu sem Gunnar Smári setti fram við grein Vísis sem fjallar um að Helgi Seljan væri hættur á RÚV og kominn til starfa á Stundinni.

RÚV/Helgi Seljan

Gunnar Smári er síðan spurður af því, af hinni frábæru leikkonu, Guðrúnu S Gísladóttur, hvað hann meini með orðum sínum:

Hvað áttu við nákvæmlega? spyr Guðrún, og eins og við mátti búast er orðhákurinn Gunnar Smári snöggur til svars sem aldrei fyrr:

„Að geta ekki varið og stutt sitt besta fólk, hrekur það frá sér. Eftir situr fólk sem beygir sig undir ægivald Valhallar. Ef útvarpsráð væri með rænu væri neyðarfundur þar í dag.“

Eins og Mannlíf hefur fjallað mikið um er mikill flótti frá fréttastofu RÚV; Aðalsteinn Kjartansson hætti í fyrra og réði sig á Stundina, þá hætti Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, og einnig fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson sem sagði upp störfum nýlega.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -