Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Illugi Jökulsson minnist móður sinnar: „Fór allt í einu að verða annars hugar um miðjan janúar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

llugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og þjóðfélagsrýnir, skrifaði fallega færslu á Facebook í gær, tileinkaða móður sinni:

„Á mínu æskuheimili var enginn áhugi á íþróttum, hvorki hjá fullorðnum né börnum, og ég var því nokkra stund að átta mig á því hvað væri að gerast þegar mamma var orðin vel miðaldra og fór allt í einu að verða annars hugar um miðjan janúar flest árin og sóttist þá ekki endilega eftir að fá neinn í heimsókn á Drafnarstíg. Loks rann upp fyrir mér að hún var orðin forfallinn handboltaáhugamaður og sat og dillaði sér í sjónvarpsherberginu á Drafnarstígnum alltaf þegar stórmótin stóðu yfir á þessum tíma árs.“

Móðir Illuga lést fyrir 5 árum síðan en segir hann stórmótin í handbolta alltaf snúast um mömmu. „Hún mun fylgjast ískrandi kát með leiknum við Portúgal hvar sem hún er niðurkomin, það veit ég.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -