Sem kunnugt er sagði Vítalía Lazareva frá því í þættinum Eigin Konur á dögunum hvernig fyrrverandi ástmaður hennar og fjórir aðrir þjóðþekktir menn hefðu brotið á henni kynferðislega. Allir mennirnir fimm (sjá mynd) eru nú ýmist í leyfi eða hefur verði sagt upp.
Vítalía vakti athygli á því að lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson birti mynd af henni hjá sér á Facebook Story.
Finnst henni þetta óhugnanlegt og deildi þessu á Twitter með upphrópuninni: „HJÁLP!“
Bætir við:
„Það er ekkert spes að lögfræðingur sem ég þekki ekki baun í bala taki mynd af þér þegar ég er að labba inn á fund að hitta minn lögmann. Það sem er ennþá meira spes er að hann póstar myndinni á Facebookið sitt.“
Sigurður G. segist ekki hafa sett myndina sjálfur inn.