Pawel Cibicki er sænskur fótboltamaður sem var á dögunum dæmdur af FIFA í fjögurra ára bann frá fótbolta. Það er fotbolti.net sem segir frá.
Cibicki var ásakaður um veðmálasvindl og hefur rannsókn á svindlinu verið í gangi undanfarið.
Nú er niðurstaðan komin: Cibicki var fundinn sekur.
Rannsóknin áðurnefnda var í tengslum við gult spjald sem Cibicki fékk í leik með Elfsborg gegn Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni.
Eins og Reuters greindi frá þá fékk leikmaðurinn greiðslu að andvirði rúmlega fjögurra milljóna íslenskra króna til að fá gult spjald í leiknum.
Hann fékk gult spjald í þeim leik.
Cibicki segist saklaus í málinu, en því var dómstóllinn ekki sammála og leikmaðurinn fékk fjögurra ára bann.