Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Meat Loaf er allur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rokkgoðið Meat Loaf lést í nótt 74 ára að aldri, umkringdur fjölskyldu sinni. Samkvæmt sumum fjölmiðlum vestanhafs lést hann úr Covid-19 en það hefur ekki fengist staðfest.

Meat Loaf í öllu sínu veldi

Meat Loaf, sem hét réttu nafni Marvin Lee Aday, var þekktur fyrir kröftuga rödd sína og ótrúlega líflega sviðsframkomu en platan hans Bat Out of Hell sem kom út árið 1977 er fimmta mest selda plata allra tíma. Svo vinsæl var platan á Íslandi að miðað við plötusöluna átti annað hvert heimili þessa plötu hér á landi. Hann hélt svo tónleika hér á landi árið 1987 í Reiðhöllinni og höfðu menn orð á því hversu alþýðlegur rokkarinn hafi verið. Það sama segja spjallþáttastjórnendur og aðrir listamenn, hann hafi ætið verið hógvær og skemmtilegur.

Hans besti vinur og samstarfsmaður, Jim Steinman, tónskáld lést í fyrra og sagði Meat Loaf þá að partur af honum hafi dáið með Steinman. Spáði hann því að hann ætti nú stutt eftir sjálfur. Meat Loaf átti fjöldan allan af vinsælum lögum en ber helst að nefna Bat Out of Hell, Dead Ringer, Paradise by the Dashboard Light, Two Out of Three ain´t bad, I would do anything for love (but i won´t do that) og It´s All Coming Back to me Now.

Einnig var Meat Loaf harðduglegur leikari en hann þekktustu hlutverkin hans voru í kvikmyndum á borð við The Rocky Horror Picture Show, Fight Club og Tenacious D in the Pick of Destiny.

Meat í hlutverki Eddie í Rocky Horror

Síðustu ár hefur Meat Lofa lítið getað sungið vegna bakveikinda en eftir fjórar erfiðar aðgerðir var hann aftur kominn á ról og sagði í nóvember síðastliðnum að von væri á nýju efni frá honum á næstunni. Nú er bara að vona að eitthvað hafi verið tekið upp áður en það varð of seint.

Þrátt fyrir vinsældir rokkarans hefur hann ekki enn verið innlimaður í Frægðarhöll Rokksins.

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá Meat Loaf taka lagið í sjónvarpsþætti í september 2021:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -