- Auglýsing -
Jón Gnarr er mikið gefinn fyrir súrmatinn sem tíðkast að gæða sér á á þorranum, en þó í hófi.
„Mér finnst alltaf gaman að éta þorramat þegar hann er en þetta er ekki eitthvað sem ég sæki í að éta allt árið, ekki nema blóðmör og lifrarpylsu,“ segir Jón Gnarr í þættinum Húllumhæ á RÚV.
Hann segist smakka mysuna til áður en matast er. Hann hefur lesið sig mikið til um sögu íslenskrar matarhefðar og segir að hrútspungar hafi ekki verið hugmynd að eftirrétt. „Þú getur rétt ímyndað þér að fyrsta fólkið sem datt það í hug að það væri sniðug hugmynd að éta punginn af hrúti. Þetta hefur verið alveg rosalega svangt fólk.“
„Mysa er ekki bara mysa,“ segir leikarinn og grínistinn Jón Gnarr en hann er sælkeri þegar kemur að þorramat og áhugamaður um þjóðlega matarhefð.
„Ég byrja nú yfirleitt á því þegar ég fæ mér súrmat að smakka mysuna.“