Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Neitaði að yfirgefa bílastæðahús, sparkaði í lögreglumenn – líkamsárásir og fíkniefnasala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Talsvert var um líkamsárásir í gær og í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar. Einnig voru meintir eiturlyfjasalar handteknir og aukreitis ökumaður sem braut sóttvarnarlög en hann átti að vera í einangrun.

Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 105 í gær en einn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Ekki er vitað um meiðsli þess sem ráðist var á.

Í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu í bílastæðahúsi í miðbænum vegna einstaklings sem þar svaf ölvunarsvefni. Neitaði einstaklingurinn stjörnufulli að yfirgefa húsið sjálfviljugur og þegar lögreglumenn ætluðu að hjálpa honum út sparkaði hann í þá. Var hann handtekinn í kjölfarið og vistaður í fangaklefa.

Í tveimur tilfellum voru ökumenn stöðvaðir í gær og í nótt, grunaðir um að keyra undir áhrifum.

Þá var bifreið stöðvuð í hverfi 104 en reyndist ökumaðurinn vera alsgáður en smitaður af Covid-19. Hann var því að brjóta einangrun og þar með sóttvarnarlög. Má hann eiga von á kæru vegna málsins.

Tveir voru svo handteknir í hverfi 105, grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna.

- Auglýsing -

Þá var aukreitis tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í hverfi 104 í nótt. Einn var handtekinn grunaður um málið og vistaður í fangaklefa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -