Vetrarfærð er víða á landinu en Öxnadalsheiðin hefur verið lokuð síðan í gærkvöldi vegna ófærðar og aftakaveðurs. Það stoppaði þó ekki ökumenn tveggja bifreiða sem ákváðu að láta gossa á heiðina. Þar lentu þeir í vandræðum og þurftu að fá björgunarsveitir til að bjarga sér.
Akureyri.net segir frá þessu í dag.
„Upp úr klukkan tvö í dag var sveitin kölluð út vegna fastra bíla á Öxnadalsheiði. Heiðin hefur verið lokuð frá því í gærkvöldi og hafði það greinilega farið fram hjá viðkomandi. Fóru félagar í Súlum til aðstoðar ásamt félögum í Varma, Varmahlíð. Heiðin er enn lokuð þegar þetta er skrifað og bendum við fólki á síðu Vegagerðarinnar með færð og hvenær heiðin opnar,“ segir á vef björgunarsveitarinnar Súlna