Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Vængbrotið lið Íslands rústaði Frakklandi: „Einhver frækilegasti sigur landsliðsins frá upphafi!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vængbrotið lið íslenska karlalandsliðsins í handbolta hreinlega valtaði yfir ólympíumeistara Frakka á EM í kvöld með 29 mörkum gegn 21. Frakkar áttu ekkert svar við ungu og óreyndu liði Íslands sem spilaði án átta lykilmönnum sem eru nú í einangrun með Covid-19 smit.

Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu mínúturnar en þegar fyrsti tugurinn var liðinn tóku Íslendingarnir að stinga af. Markmaðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson múraði algjörlega fyrir markið og hver sóknin á fætur annarri gekk fullkomlega upp hjá liðinu. Í hálfleik var staðan 10-17, Íslandi í vil.

Ísland hélt áfram í sama gírnum í seinni hálfleik og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var níu marka munur, 16-25. Bæði sóknin og vörnin voru upp á 10 hjá landsliðinu okkar en svo fór að leikurinn endaði 21-29, Íslandi í vil. Maður leiksins var Viktor Gísli Hallgrímsson en hann varði 15 skot. Sagði hann í viðtali við Rúv eftir leikinn að þetta hafi verið besti leikur ævi hans.

Markahæstu menn Íslands voru þeir Ómar Ingi Magnússon með 10 mörk og Viggó Kristjánsson með 9 mörk.

Einar Örn Jónsson lýsti leiknum hjá Rúv en hann fullyrti í lok leiksins að þetta sé einn besti leikur Íslandssögunnar. „Einhver frækilegasti sigur landsliðsins frá upphafi!“

Guðmundur Guðmunddson þjálfari landsliðsins var hálf klökkur í viðtali eftir leikinn.

- Auglýsing -

„Eitt það stórkostlegasta sem ég hef orðið vitni að á ferli mínum,“ sagði hæstánægður Guðmundur.

Ísland er nú með fjögur stig í milliriðlinum ásamt Frakklandi og Danmörk og á tvo leiki eftir, þann næsta gegn Króatíu.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -