Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Elmu var kennt um sjálfsvíg kærasta síns: „Mér var sagt að ég ætti að fara í fang­elsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elma Stef­an­ía Ágústs­dótt­ir leikkona var í vönduðu viðtali á Morgunblaðinu um helgina. Þar talar hún um þá ákvörðun hennar og eiginmanns hennar, Mikael Torfasson, að flytja til Berlínar þar sem þau vinna við leikhús og kvikmyndagerð.

Þar segir hún einnig frá afar erfiðum tíma í lífi hennar er þáverandi kærasti hennar framdi sjálfsmorð eftir rifrildi við hana.

„Ég hef aldrei sagt nein­um þetta; ég er ekki mann­eskja sem ber til­finn­ing­ar sín­ar á torg,“ seg­ir Elma og heldur áfram, eftir að hafa dregið djúpt inn andann.

„Þegar ég var tví­tug átti ég kær­asta og hinn 19. ág­úst árið 2006 frem­ur hann sjálfs­víg eft­ir rifr­ildi við mig. Öll fjöl­skyld­an hans og vin­ir kenndu mér um og ég mátti ekki mæta í jarðarför­ina. Mér var sagt að ég ætti að fara í fang­elsi fyr­ir mann­dráp af gá­leysi. Ef ég hitti ein­hvern tengd­an hon­um niðri í bæ var mér hótað; mér var gerð grein fyr­ir því að ég ætti ekki að láta sjá mig. Það væri hættu­legt,“ seg­ir Elma og tár­in spretta fram, enda sárt að rifja upp verstu minn­ing­ar lífs­ins, líkt og segir í viðtalinu í Morgunblaðinu.

Elma segir svo að nú sé kominn tími til að opna á þetta mál.

„Ég fór að hugsa um alla þá sem sitja eft­ir; um þá sem kennt er um svona,“ seg­ir Elma og seg­ist hafa ótt­ast hefnd frá hans nán­ustu lengi á eft­ir.

- Auglýsing -

Segir í viðtalinu að þessi hugsun hafi jafnvel leitað á huga Elmu mörgum árum eftir atvikið.

„Stund­um áður en ég fór á svið í Þjóðleik­hús­inu hugsaði ég: „Ætli ein­hver þeirra sé hérna, ætli ein­hver sé með byssu?“ En ótt­inn hvarf alltaf eins og dögg fyr­ir sólu þegar ég steig á svið,“ seg­ir hún og seg­ist líka hafa misst flesta vini sína á þess­um tíma.
„Mér fannst að ég ætti að bera þenn­an kross, þó að ég kenndi mér ekki beint um. Ég var bara tví­tug og þurfti að lifa með þessu.“

Aðspurð hvort fólk hafi að lokum séð að sér, segir Elma aðeins eina manneskju hafa haft samband við hana.

- Auglýsing -

„Besti vin­ur hans tók líf sitt nokkr­um árum síðar. Þá kom ein fyrr­ver­andi vin­kona mín til mín og baðst af­sök­un­ar og sagðist nú sjá að sjálfs­morðið hefði ekki haft neitt með mig að gera. En nei, fólk sá það ekki,“ seg­ir Elma og bætti við að enginn hafi haft samband við sig enn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -