Segja má að allt sé að verða vitlaust á Twitter eftir að stúlka nokkur sem þar á reikning, kom með þá kenningu að Twitternotandi sem kallar sig Eva Luna sé í raun leikarinn Þórir Sæmundsson. Sé það rétt er þetta í annað skiptið sem upp kemst um leyniaðgang leikarans.
Þórir Sæmundsson kom fram í viðtali í Kveik í fyrra þar sem hann sagðist vera allslaus á Íslandi vegna frétta af kynferðislegri myndasendingu hans til stelpu undir lögaldri. Síðan viðtalið var birt bættust nokkrar sögur af samskiptum hans við fleiri stelpur undir lögaldri.
Sjá einnig: Tvær sögur af Þóri Sæmundssyni: „Hann vissi allan tímann að hann var að tala við barn“
Einstaklingur sem kallar sig Hannah Montana á Twitter birti tvær myndir á reikningi sínum í dag en á annarri þeirra eru skilaboð sem hún sendi sjöunda janúar síðastliðinn en þar bendir hún á að hana hafi grunað að einstaklingurinn bakvið Evu Luna væri í raun Þórir Sæmundsson. Hin myndin er skjáskot úr gömlu tímariti þar sem kemur fram að Þórir hafi leikið í leikritinu Eva Luna en það var sýnt á fjölum Borgarleikhússins árið 1993 og Þórir þá 13 ára.
Sá einstaklingur sem er á bakvið Evu Luna á Twitter hefur verið að skrifa mikið um Pieta samtökin og er ljóst á þeim skrifum að hann sé ekki hrifinn af þeim.
Þá hefur Eva Luna, sem segist í lýsingu sinni vera húsmóðir, feministi og leyni anarkisti, einnig atast töluvert í meðlimum Öfga og Eddu Falak en hér fyrir neðan má sjá ein samskiptin.
Mannlíf sló á þráðinn til Þóris í kvöld en hann vildi hvorki játa né neita að hann sé sá sem er á bakvið Evu Lunu á Twitter.
„Nei, takk. Hvað hefur þetta með mig að gera?“
Mannlíf: „Það eru einhverjir að segja að þú sért á bakvið þennan aðgang þannig að ég vildi bara athuga hvað þú hefðir um það að segja.“
Þórir: „Bara no comment“
Þórir var á bakvið nokkuð vinsælan leyniaðgang á Twitter fyrir nokkrum árum sem kallaðist BoringGylfiSig.
„Twitter-reikningurinn Boring Gylfi Sig virtist að upplagi einhvers konar ádeila á viðteknar skoðanir fólks á internetinu. Þessar skoðanir lagði Þórir „boring“ útgáfu af knattspyrnumanninum Gylfa Sigurðssyni í munn,“ stóð í umfjöllun Mbl.is um málið á sínum tíma. Þar stóð einnig eftirfarandi texti:
„Með tíð og tíma tóku tístin að vera öllu hversdagslegri en engu síður áfram undir nafnleynd. Áfram gætti kaldhæðnislegrar ádeilu á hetjur dægurþrassins. Sum tístin voru óumflýjanlega pólitískt umdeild.“