Móðir í Bandaríkjunum segir dóttur sína eigingjarna fyrir ákvörðun sína að eignast ekki börn.
42 ára móðirin skrifaði umdeilda Facebook færslu um 22 ára dóttur sína og ákvörðun hennar að fara í ófrjósemisaðgerð.
Móðirin segir dóttur sína skylduga til að halda arfleifðinni gangandi og að hún hafi sjálf neyðst til að eignast tvö börn til viðbótar vegna þessar ákvörðunnar dóttur sinnar.
„Þessum börnum var ætlað að verða til og nú neyðist ég til að fæða og ala upp tvö börn sem áttu að vera börn dóttur minnar, einfaldlega vegna eigingirni hennar.“
Flestir eru ósammála móðurinni, dóttir hennar sé sinn sjálfstæður einstaklingur sem á að fá að taka eigin ákvarðanir í friði og að henni beri engin skylda til að lengja arfleiðina.