Afmælisbarn dagsins er einn allra vinsælasti rithöfund Íslands, Arnaldur Indriðason. Ku hann hafa fæðst á þessum drottins dýrðardegi árið 1961.
Arnaldur er með afkastamestu rithöfundum Íslands en hann hefur gefið út skáldsögu á hverju einasta ári frá árinu 1997 er fyrsta bók hans, Synir duftsins kom út. Hann hefur oftar en ekki trónað efst á metsölulistum Íslands og hefur hann einnig slegið í gegn í útlöndunum.
Erfitt hefur reynst að fá Arnald í viðtöl í gegnum tíðina en það tókst þó í nóvember í fyrra en þá spjallaði fréttamaður Stöðvar 2 við hann í tilefni Dags íslenskrar tungu. Var hann spurður um framtíð íslenskunar.
„Það er verið að tala um að íslenskan sé í mikilli hættu og að hún verði jafnvel ekki til eftir 100 ár. En ég held að hún eigi eftir að lifa allt.“
Mannlíf sendir Arnaldi innilegar afmæliskveðjur!