Þau Steini og Carol fundu ástina hvort í öðru, hann bóndi á Íslandi en hún förðunarfræðingur í Kenía. Í helgarblaði Mannlífs ræðir blaðamaður við þau um afdrifaríka ferð Steina til Keníu í Afríku, tilurð ferðarinnar og þær vendingar sem lífið tók í kjölfarið; hjörtun sem fundu hvort annað, bónorð og að lokum brúðkaup í kenískum anda.
Hver er Caroline, Carol, Wanjiku Mwangi. „Ég er af Kikuyu-ættbálki og lauk námi í Naíróbí, gerðist förðunarfræðingur og hóf eigin atvinnurekstur í því og einnig sem fyrirsæta,“ segir Carol. Hún var meðal annars krýnd Ungfrú Beauty Point Naíróbí árið 2015.
„Síðan flutti ég til Nakuru, þar sem ég bý ásamt þriggja ára syni mínum, Jamarion. Ég hafði aldrei heyrt af Íslandi, vissi ekki að til væri land sem heitir Ísland. Síðan kynntist ég Steina fyrir tilstilli vinkonu minnar og við komumst að því að hjörtu okkar slá í takt,“ segir Carol.
„Ég kynnti hann fyrir fjölskyldu minni og þau náðu strax að tengjast. Mér fannst ánægjulegt að það vafðist ekkert fyrir honum að virða hefðir okkar og hversu áhugasamur hann var um líf fólks, vina minna og kunningja, sem ég kynnti hann fyrir. Hann leit á það sem forréttindi,“ segir Carol.
„Ég er sannfærð um að ástin er litblind. Það er dásamlegt hvernig við blöndum litum saman. Þetta er dásamlegt og fallegt ferðalag og við erum svo óendanlega hamingjusöm að fara í það saman.“
Viðtalið í heild sinni má finna í helgarblaði Mannlífs.