Á bænum Kornsá, í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, bjuggu árið 1766
hjónin Jón Þórarinsson og Gróa Jónsdóttir og áttu þau tvo syni. Á bænum
var vinnukona að nafni Helga Símonardóttir og þegar eftirfarandi atburðir
áttu sér stað, í júní, 1766, var Helga, þá hálffertug, vanfær eftir eldri son
hjónanna, Jón yngri, sem þá var tvítugur.
Þegar liðið var á seinni hluta júnímánaðar hvarf Helga af bænum Flögu og
fannst síðar myrt á hálsinum fyrir ofan bæinn. Var Jón yngri strax
sterklega grunaður um verknaðinn.
Þannig var mál með vexti að upp úr miðjum júní hafði Jón eldri, bóndi á
Kornsá, gripið til þess ráðs að koma Helgu fyrir á bænum Flögu, þar ekki langt
frá, enda var vistin á Kornsá orðin Helgu lítt bærileg.
Lesið meira hér …