Þáttastjórnandinn snjalli, Egill Helgason, er ánægður með eitt og annað varðandi þættina vinsælu Verbúðin:
„Það er snjallt hvernig höfundar Verbúðarinnar nota samtímaatburði til að ramma inn frásögnina, bjórinn, Soda Stream, Reyni Pétur, Ískóla,“ segir Egill sem svo rifjar upp hvernig honum fannst gosdrykkurinn íslenski og skammlífi, Ís-Cola:
„Við sem munum þetta springum úr hlátri yfir smáþjóðinni sem við vorum (erum kannski enn). Ég smakkaði einu sinni Ískóla og varð að orði að það væri á bragðið eins og gamall sumarbústaður með fúkka og dauðum fiskiflugum í glugganum.“