Afmælisbarn dagsins er af dýrari kantinum. Það er engin önnur er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem fagnar 46 ára afmælisdegi sínum.
Katrín er afar vinsæll forsætisráðherra ef marka má skoðanakannanir en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið á Alþingi í ein 15 ár. Áður en hún hóf störf sem þingkona starfaði Katrín meðal annars sem stundakennari við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og Menntaskólann í Reykjavík en einnig starfaði hún við ritstjórnarstörf og sem stigavörður í Gettu betur á árum áður.
Í fyrra tók Mannlíf viðtal við Katrínu þar sem hún meðal annars talaði um pólitíkina og hversu mikilvæg það væri fyrir hana að hafa báðar fætur á jörðinni.
„Já, ég bý í minni blokk. Ég hef rosalegan áhuga á fólki. Ég sé stundum að fólk fer ekkert sérstaklega vel út úr því að vera manneskja í póltík. Það er ákveðið markmið hjá mér að þegar ég hætti í stjórnmálum þá sé ég ennþá sama manneskjan og ég hef alltaf verið. Það er eiginlega sjálfstætt markmið”.
Mannlíf óskar Katrínu til hamingju með afmælið!