Lögreglan mætti á vettvang í verslun þar sem tilkynnt hafði verið um líkamsárás. Gerandi og þolandi voru báðir enn á staðnum og ræddi lögregla við báða. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.
Þá barst lögreglu töluvert af hávaðatilkynningum, bæði í gærkvöldi og nótt.Í Kópavogi var fólk sem barði á trommur og skaut upp flugeldum vegna knattspyrnuleiks. Lögregla mætti á staðinn og bað áhorfendum um að lækka í sér en vel var tekið í beiðnina.
Tilkynning um mann í annarlegu ástandi á veitingastað í miðbæ Reykavíkur. Hafði maðurinn látið sig hverfa er lögreglu bar að garði. Brotist var inn í geymslur í Vesturbænum, málið er til rannsóknar.