Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Stærsti jarðskálfti í Kötlu síðan 2017 mældist í kvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jarðskjálfti 4,0 að stærð mældist klukkan 19.10 í kvöld í norðausturrima öskju eldfjallsins Kötlu. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en Veðurstofa segir ekki merki um gosóróa.

Þetta er stærsti skjálftinn í Kötlu síðan 2017. Veðurstofan mun fylgjast grannt með gangi mála í nótt og fylgjast meðal annars með vatnamælum í Mýrdalsjökli. Engin merki eru um gosóróa.

Þegar fréttastofa RúV ræddi við Einar Hjörleifsson á Veðurstofunni var annar skjálfti að ríða yfir.

„Hann gæti verið eftirskjálfti,“ segir Einar.

Ekki er óvenjulegt að svo stórir skjálftar verði í Kötlu, það urðu skjálftar af þessari stærð 2012 og svo aftur 2016 og 2017.

„Við vöktum þetta vel í alla nótt, fylgjumst með vatnamælum í Mýrdalsjökli og jarðskjálftamælum.“

- Auglýsing -

Hann tekur samt fram að engin merki séu um gosóróa. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jarðskjálftar mælist í Kötlu-öskjunni endrum og eins en lítil virkni hafi verið síðustu fjögur ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -