Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Andrea rúntaði með frú Vigdísi og biskupnum: „Ég vildi bara taka þessa stund inn í núvitund“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er hin stórglæsilega og bráðskarpa Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdarstjóri Félags kvenna í atvinnulífinu og fyrrverandi fjölmiðlakona. Andrea er 47 ára í dag.

Andrea var vinsæl fjölmiðlakona á árum áður en var hún meðal annars meðstjórnandi þáttarins Sjáðu ásamt Teiti Þorkelssyni og Ísland í dag en svo var hún einnig með sinn eiginn þátt sem bar nafn hennar sjálfrar. Enn fyrr tók Andrea þátt í fegurðakeppni Íslands og vann um tíma sem módel, meðal annars í Mílanó á Ítalíu. Í dag lætur hún til sín taka sem framkvæmdarstjóri Félags kvenna í atvinnulífinu.

Í fyrra var hún í helgarviðtali í Fréttablaðinu þar sem hún til að mynda rifjar upp bílferð með frú Vigdísi Finnbogadóttur.

„Ég var ráðstefnustjóri í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem Vigdís var einn gesta, en ég verð alltaf „starstruck“ þegar ég hitti hana.“ Að ráðstefnu lokinni spyr Andrea, Vigdísi hvort hún megi ekki skutla henni heim.

„Hún þiggur það og þegar ég sé biskup Íslands standa þarna rétt hjá spyr ég hana hvort hún vilji ekki líka far og hún segir já. Við röltum því út á bílaplan þar sem ég svo færi íþróttatöskuna til í aftursætinu svo biskupinn fái pláss þar og Vigdís sest fram í. Svo þar sem ég er að keyra, með Vigdísi við hlið mér og Agnesi biskup í aftursætinu hugsa ég með mér: „Hvar annars staðar en á Íslandi er maður að skutlast með íþróttatöskuna, biskupinn og frú Vigdísi?“ segir Andrea og hlær. „Þetta er svo séríslenskt og geggjað. Þetta var það sérstök stund fyrir mér að ég tók ekki einu sinni „selfie,“ ég vildi bara taka þessa stund inn í núvitund.“

Mannlíf óskar Andreu innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -