- Auglýsing -
Leit stendur nú yfir að lítill flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun en hefur ekki spurst til hennar síðan. Auk flugmannsins voru þrír farþegar um borð í vélinni.
Samkvæmt Vísi fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið frá Reykjavík rúmlega 14:00 og lagði af stað í átt til Hveragerðis.
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Árnessýslu hafi verið kallaðar út.
Síðast sást til flugvélarinnar fyrir ofan Heiðmörk.