Hin geysivinsæla fjölmiðlakona, Guðrún Dís Emilsdóttir snýr aftur í útvarpið á næstunni en hún hefur búið síðustu ár á Húsavík ásamt eiginmanni sínum og börnum.
Guðrún Dís eða Gunna Dís eins og hún er kölluð, mun ganga til liðs við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Hulda Geirsdóttir, útvarpskona á Rás 2 sagði frá þessu í morgun.
Gunna Dís hefur um árabil verið ein vinsælasta fjölmiðlakona landsins en hún sá meðal annars um spurningaþættina Útsvar og var partur af hinu stórgóða tvíeyki í Virkum morgnum ásamt Andra Frey Viðarssyni.
Smartland sagði frá því í haust að Gunna Dís væri að skilja við eiginmann sinn, Kristján Þór Magnússon, sveitastjóra Norðurþings og að hún væri að flytja aftur til Reykjavíkur.
Sjá einnig: Guðrún Dís pakkar
Eflaust gleðjast margir yfir því að Gunna Dís snúi aftur á öldum ljósvakans enda með eindæmum skemmtileg kona.